Á fyrsta ársfjórðungi var ávöxtun sjóðsins neikvæð um 14,6 prósent eða 1.350 milljarða norskra króna. Það var á þeim fjórðungi sem heimsfaraldur kórónuveirunnar braust út. Afkoma sjóðsins var því mun betri á öðrum ársfjórðungi og lagaðist staðan þá umtalsvert.
Sjóðurinn á hlut í rúmlega 9.000 fyrirtækjum um allan heim. 70 prósent fjárfestinga hans eru í hlutabréfum en afgangurinn í skuldabréfum og fasteignum.