New York Times skýrir frá þessu. Fram kemur að niðurstöður margra rannsókna bendi til að mótefni, sem myndast við smit, virðist vera í líkama fólks mánuðum saman eftir að sýkingin er afstaðin.
„Þetta þróast í raun eins og það á að gera.“
Sagði Deepta Bhattacharya, ónæmisfræðingur við University of Arizona, sem stendur á bak við eina af nýju rannsóknunum á þessu. Hún hefur þó ekki enn verið ritrýnd.
Vísindamenn geta þó ekki sagt til um hversu lengi ónæmið varir eftir smit en telja að niðurstöðurnar séu góðar fréttir því þær bendi til að ónæmisfrumurnar vinni sína vinnu og eigi góða möguleika á að berjast við kórónuveiruna ef hún berst aftur í fólk sem hefur smitast.