fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Bill Gates svarar óhugnanlegum samsæriskenningum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. ágúst 2020 20:37

Bill Gates er ekki á flæðiskeri staddur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bill Gates, stofnandi Microsoft, er einn auðugasti maður heims. Hann hefur verið iðinn við að gefa peninga til ýmissa góðgerðar- og samfélagsmálefna. Hann hefur lengi haft sérstakan áhuga á bóluefnum og ýmsu öðru tengdu heilbrigðismálum. Hann hefur gefið háar fjárhæðir til þróunar bóluefnis gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, og fylgist vel með framvindu mála um allan heim. En Gates er vinsælt viðfangsefni samsæriskenningasmiða og annarra sem telja sig sjá skrattann í hverju horni.

Gates og eiginkona hans, Melinda Gates, hafa fram að þessu gefið 350 milljónir dollara til þróunar á bóluefni gegn kórónuveirunni. Í viðtali við Bloomberg ræddi Gates væntingar sínar til bóluefnis.

„Fyrsta bóluefnið verður ekki fullkomið hvað varðar virkni gegn sjúkdómnum og smiti. Það mun ekki veita langvarandi vörn og það verður aðallega notað í ríkum löndum sem bráðabirgðalausn. Við erum heppin ef við fáum bóluefni fyrir árslok. En á næsta ári verði nokkur bóluefni örugglega samþykkt.“

Sagði hann.

En þrátt fyrir að hann hafi dælt peningum í bóluefnaþróun hefur það ekki orðið til þess að allir hafi trú á því sem hann er að gera. Meðal vinsælla samsæriskenninga um Gates er að á bak við gjafmildi hans liggi óhugnanlegar fyrirætlanir. Til dæmis að hann sé að reyna að þróa bóluefni sem geti hjálpað honum að ná stjórn á heilum fólks í gegnum 5G tæknina.

Hann ræddi þetta aðeins í viðtalinu og sagði þetta vera undarlegt.

„Þeir líta á þá staðreynd að ég tengist þróun bóluefnis og snúa á hvolf, svo þetta líti út fyrir að í staðinn fyrir að ég gefi peninga til einhvers sem bjargar mannslífum þá græði ég á einhverju sem drepur fólk. Ef þetta verður til þess að fólk lætur ekki bólusetja sig eða vill ekki nota andlitsgrímur, þá er það stórt vandamál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“