Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að ef braut loftsteinsins hefði skorist við braut jarðarinnar hefði hann líklega brunnið upp í gufuhvolfinu.
Mörg hundruð milljónir lítilla loftsteina eru á sveimi í sólkerfinu okkar en það er mjög erfitt að koma auga á þá áður en þeir koma mjög nærri jörðinni.
Talsmaður NASA sagði í samtali við Business Insider að loftsteinninn hafi komið að jörðinni úr sólarátt og enginn hafi tekið eftir honum.
Upp komst um ferðir hans vegna myndar sem voru teknar með breiðlinsumyndavél í Zwicky Transient rannsóknarstöðinni í Kaliforníu. Þar er sjálfvirkur stjörnusjónauki sem skannar himininn í leit að hlutum á borð við loftsteina og halastjörnur.
Myndin var tekin sex klukkustundum eftir að loftsteinninn fór næst jörðinni. Hann er þrír til sex metrar í þvermál og hraði hans er um 44.400 km/klst.