fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Pressan

Þýskur skiptinemi í Noregi fær bætur vegna „Þjóðverjabrandara“ prófessors

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. ágúst 2020 15:40

Bergen. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskur skiptinemi við háskólann í Bergen í Noregi fær 10.000 norskar krónur í bætur vegna „Þjóðverjabrandara“ sem prófessor við skólann sagði. Stjórnendur skólans segja að ekki sé um bætur vegna brandarans að ræða heldur mikillar fjölmiðlaumfjöllunar um málið.

Neminn kvartaði undan brandara prófessorsins. Það sem fór svo fyrir brjóstið á nemanum var að í ágúst á síðasta ári sagði prófessor í sálfræði: „Þeir (Þjóðverjar) hafa verið hér áður og nú læðast þeir aftur hingað.“

Kvörtun nemans lak svo til fjölmiðla sem hafa fjallað um málið og það er þessi umfjöllun sem hann fær bætur fyrir að sögn skólayfirvalda því hún hafi valdið nemanum miklu álagi. Talsmaður skólans segir að skólinn taki ekki afstöðu til innihalds kvörtunarinnar og taki því hvorki afstöðu með nemanum eða prófessornum. Nú sé unnið að því að leysa málið þannig að málsaðilar geti haldið áfram námi og starfi við háskólann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ein fremsta tennisstjarna heims brotnaði niður þegar hún sá hver var í stúkunni

Ein fremsta tennisstjarna heims brotnaði niður þegar hún sá hver var í stúkunni
Pressan
Í gær

Frans páfi sagður búa sig undir dauðann

Frans páfi sagður búa sig undir dauðann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kanadísk hjón gengu í gegnum „hreina martröð“ á ströndinni

Kanadísk hjón gengu í gegnum „hreina martröð“ á ströndinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óvænt heimsókn frumbyggja í þorp í Amazon – Tilheyrir einum einangraðasta þjóðflokki heims

Óvænt heimsókn frumbyggja í þorp í Amazon – Tilheyrir einum einangraðasta þjóðflokki heims
Pressan
Fyrir 3 dögum

Niðurbrotin fjölskylda stefnir hóteli í Las Vegas – Fjölskyldufaðirinn lést einn og yfirgefinn þrátt fyrir augljós veikindi

Niðurbrotin fjölskylda stefnir hóteli í Las Vegas – Fjölskyldufaðirinn lést einn og yfirgefinn þrátt fyrir augljós veikindi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vissi ekki hvaða leyndarmál íbúðin hennar í Kaupmannahöfn geymdi fyrr en hún fékk óhugnanlegt símtal

Vissi ekki hvaða leyndarmál íbúðin hennar í Kaupmannahöfn geymdi fyrr en hún fékk óhugnanlegt símtal