fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Vilja að 3.000 flugliðar fari í ólaunað frí

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 16. ágúst 2020 11:03

Vél frá Delta Airlines. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska flugfélagið Delta vill að 3.000 af þeim flugliðum, sem starfa hjá félaginu, fari í ólaunað orlof í 4 til 12 mánuði. Félagið á eins og svo mörg önnur flugfélög í miklum rekstrarörðugleikum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og þarf að reyna að lækka rekstrarkostnaðinn.

Um 20.000 flugliðar starfa hjá félaginu og vonast stjórnendur þess til að 3.000 þeirra, hið minnsta, séu reiðubúnir til að fara í ólaunað orlof. Þeir segja þörf á því til að félagið komist í gegnum heimsfaraldurinn.

Velta Delta dróst saman um 91% á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Tap félagsins á fjórðungnum nam 3,9 milljörðum dollara.

17.000 starfsmenn hafa sjálfviljugir hætt störfum hjá félaginu eftir að heimsfaraldurinn skall á. Þar af eru rúmlega 1.700 af 7.900 flugmönnum félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið