fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Enn eykst útbreiðsla drápsgeitunga í Evrópu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 16. ágúst 2020 23:00

Geitungar gegna ákveðnu hlutverki í vistkerfinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í maí var skýrt frá því að asískir risageitungar, oft nefndir drápsgeitungar, hefðu hafið innreið sína í Norður-Ameríku. En þessi tegund lætur einnig að sér kveða í Evrópu en nokkur ár eru síðan hún tók sér bólfestu í Frakklandi. Nú hafa geitungar af þessari tegund sést í Devon í suðurhluta Englands.

DevonLive skýrir frá þessu og hefur eftir sérfræðingi að hann óttist að þeir muni dreifa sér um Bretlandseyjar.

Þessir geitungar fara létt með að veiða og drepa býflugur og geta því haft mjög slæm áhrif á gróður sem treystir á að býflugur og önnur skordýr sjái um frjóvgun.

Sérfræðingar segja að tegundin sé almennt ekki árásargjörn en fólk eigi samt sem áður aldrei að koma nærri búum þeirra.

„Ef þeir eru truflaðir munu þeir verja búið sitt.“

Sagði Gerry Stuart talsmaður býflugnaræktenda í Devon en þeir hafa stofnað aðgerðahóp til að reyna að vinn á þessari plágu.

Drápsgeitungarnir eru stærri en þeir geitungar sem við eigum að venjast. Geta orðið allt að þrír sm á lengd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð