fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Danir herða kröfur um notkun andlitsgríma

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 15. ágúst 2020 07:00

Framvegis þarf að nota munnbindi í dönskum lestum. Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur boðað til fréttamannafundar klukkan 11 í dag að dönskum tíma. Forsætisráðuneytið hefur ekki sagt hvað á að ræða um á fundinum en danskir fjölmiðlar segjast hafa heimildir fyrir að Frederiksen muni kynna hertar kröfur um notkun andlitsgríma (munnbinda) í landinu.

Eins og staðan er núna er fólki eingöngu skylt að nota andlitsgrímur þegar það notar almenningssamgöngur í Árósum og nokkrum sveitarfélögum á austanverðu Jótlandi en þar er hefur fjöldi kórónuveirusmita greinst að undanförnu.

Fulltrúar þingflokkanna hittust í gær og ræddu næstu skref í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar og var niðurstaðan meðal annars að nú verði skylt að nota andlitsgrímur í öllum almenningssamgöngum í Danmörku.

Ekki liggur ljóst fyrir hvenær þessi krafa tekur gildi en Frederiksen mun kynna það á fundinum í dag að sögn danskra fjölmiðla.

Gripið er til þessara aðgerða vegna töluverðrar aukningar á smitum að undanförnu en fram að þessu hafa heilbrigðisyfirvöld ekki krafist þess að andlitsgrímur séu notaðar og það var fyrst fyrir nokkrum dögum sem þau mæltu fyrst með notkun þeirra við ákveðnar aðstæður.

Að undanförnu hafa sífellt fleiri notendur almenningssamgangna byrjað að nota andlitsgrímur af fúsum og frjálsum vilja miðað við kannanir dönsku járnbrautanna og í neðanjarðarlestunum í Kaupmannahöfn. Í neðanjarðarlestunum var hlutfall farþega, sem nota andlitsgrímur, komið upp í 25% á föstudaginn úr um 5% fyrir nokkrum dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“