Sky segir að tölur frá bresku hagstofunni sýni að 81.000 færri launþegar hafi verið í vinnu í síðasta mánuði þrátt fyrir áframhaldandi stuðning ríkisins við vinnuveitendur. Þessar tölur ná ekki til sjálfstæðra atvinnurekenda.
Hagstofan segir að frá því í mars og fram í júlí hafi þeim fjölgað um 116,8% sem fá atvinnuleysisbætur og bætur vegna lágra launa. Þeir eru nú 2,7 milljónir.
Atvinnurekendur fá aðstoð frá ríkinu til að greiða hluta launa 9,6 milljóna launþega vegna heimsfaraldursins.
Englandsbanki spáir því að atvinnuleysi geti verið komið í 7,5% í árslok.