fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Gleraugu Gandhi á uppboði – Gætu selst á 2,6 milljónir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. ágúst 2020 11:15

Mahatma Gandhi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mahatma Gandhi er heimsþekktur fyrir hlut sinn í baráttunni fyrir sjálfstæði Indlands frá Bretlandi. Hann á marga aðdáendur víða um heim og nú geta þeir farið að kíkja í veskið til að kanna hvort þeir eigi næga peninga til að kaupa gleraugu Gandhi sem lést 1948.

Gleraugun verða boðin upp þann 21. ágúst hjá East Bristol Auctions í Bretlandi að sögn Sky. Gleraugun voru sett í póstkassa uppboðshússins og ráku starfsmenn upp stór augu þegar þeir opnuðu umslagið og fundu gleraugun og miða sem á stóð:

„Þessi tilheyrðu Gandhi, hringdu í mig.“

Fyrsta skrefið var að staðfesta að gleraugun hefðu í raun tilheyrt Gandhi. Eftir nokkur samtöl og upplýsingaöflun lá ljóst fyrir að hér var um gleraugu hans að ræða og því um nokkuð sögulegan fund að ræða.

Næsta skref var að hringja í þann sem hafði sett gleraugun í póstkassann og segja honum að hann gæti hugsanlega fengið 15.000 pund, sem svara til um 2,6 milljóna íslenskra króna, fyrir þau á uppboði.

Eigandi gleraugnanna sagði starfsfólki uppboðshússins að þau hefðu verið í eigu frænda hans sem starfaði í Suður-Afríku á milli 1910 og 1930 en Gandhi bjó þar frá 1893 til 1914 en þar starfaði hann sem lögmaður indversks kaupsýslumanns. Gandhi gaf að sögn frændanum gleraugun eftir að hann hafði hjálpað Gandhi. Þau hafa síðan gengið í arf innan fjölskyldunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“