En starfsmennirnir mega ekki fara og kaupa sér nýtt eldhúsborð eða brauðrist fyrir peningana því þá á að nota til að koma upp „heimaskrifstofu“.
Talsmaður Facebook sagði í samtali við Reuters að tilboðið væri byggt á mati sérfræðinga og umræðu innan fyrirtækisins og því hafi verið ákveðið að bjóða starfsfólki upp á þann möguleika að vinna heima þar til í júlí 2021.
Facebook er ekki eina fyrirtækið sem vill heimila starfsfólki að vinna heima því það hafa til dæmis Google og Twitter gert.