fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Ein undarlegasta flugferðin sem farin hefur verið að undanförnu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. ágúst 2020 05:45

Hello Kitty vél frá EVA Air. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er frekar rólegt yfir ferðamannaiðnaðinum þessar vikurnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og hjá mörgum flugfélögum er lítið sem ekkert að gera. EVA Air, eitt stærsta flugfélagið á Taívan, hefur brást við þessu með því að bjóða upp á það sem má líklega kalla undarlegustu flugferðina sem farin hefur verið að undanförnu en hún var farin á laugardaginn. Hún var farin í Hello Kitty flugvél og áfangastaðurinn var enginn!

Hljómar undarlega en er dagsatt. Félagið bauð áhugasömum að kaupa sér miða í þriggja klukkustunda flugferð sem hófst á Songshan flugvellinum og lauk þar. Markmiðið var sem sagt bara að sitja í vélinni í þrjár klukkustundir og fljúga um loftin blá. Það var engin tilviljun að laugardagurinn varð fyrir valinu því það var feðradagurinn á Taívan að sögn CNN.

Í tilkynningu frá félaginu sagði að markmiðið með þessari óvenjulegu flugferð hafi verið að uppfylla þarfir fólks í ferðahug. Flugleiðin hafi legið yfir nokkrar af perlum Taívan, til dæmis Guishan eyjua og Huadong ströndina. Til að gera ferðina enn ánægjulegri var hún farin í hinni vinsælu Hello Kitty Dream vél félagsins sem er af gerðinni Airbus A330.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skiptir máli þótt maður gleymi að tannbursta stöku sinnum?

Skiptir máli þótt maður gleymi að tannbursta stöku sinnum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?