Hljómar undarlega en er dagsatt. Félagið bauð áhugasömum að kaupa sér miða í þriggja klukkustunda flugferð sem hófst á Songshan flugvellinum og lauk þar. Markmiðið var sem sagt bara að sitja í vélinni í þrjár klukkustundir og fljúga um loftin blá. Það var engin tilviljun að laugardagurinn varð fyrir valinu því það var feðradagurinn á Taívan að sögn CNN.
Í tilkynningu frá félaginu sagði að markmiðið með þessari óvenjulegu flugferð hafi verið að uppfylla þarfir fólks í ferðahug. Flugleiðin hafi legið yfir nokkrar af perlum Taívan, til dæmis Guishan eyjua og Huadong ströndina. Til að gera ferðina enn ánægjulegri var hún farin í hinni vinsælu Hello Kitty Dream vél félagsins sem er af gerðinni Airbus A330.