Síðan faraldurinn hófst hafa vélarnar verið notaðar til að sækja ástralska strandaglópa víða um heiminn en nú er komið að því að vélarnar fái frí og fái að standa í eyðimörkinni. Flestar vélanna 11 verða geymdar á Victorville Southern California Logistics Airport en þar eru fyrir um 200 farþegaflugvélar frá flugfélögum víða að úr heiminum.
Qantas heldur þó nokkrum Dreamliner vélum heima í Ástralíu til að geta brugðist við ef þörf verður á flugi. Félagið væntir þess að vélarnar verði í Kaliforníu þar til í júlí á næsta ári. Ástæðan fyrir að vélarnar eru geymdar í eyðimörk í Kaliforníu frekar en ástralskri eyðimörk er að loftslagið. Það er mun rakara loft í Ástralíu en það eru ekki kjöraðstæður fyrir geymslu flugvéla og því varð Kalifornía fyrir valinu.