fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Óttast að risahátíðin verði smitsprengja

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 07:00

Mörg hundruð þúsund manns mæta á hátíðina. Mynd: EPA/MIKE NELSON

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næstu daga fer hin árlega Sturgis Motorcycle Rally fram í bænum Sturgis í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum. Yfirstandandi heimsfaraldur kórónuveirunnar raskar ekki fyrirætlunum skipuleggjenda sem reikna með að allt að 250.000 manns muni sækja hátíðina þá 10 daga sem hún stendur.

Yfirleitt sækja um 500.000 gestir hátíðina en reiknað er með minni aðsókn þetta árið vegna heimsfaraldursins. En það að svo margir ætli að safnast saman í litlum bæ vekur áhyggjur hjá mörgum íbúum þar og sérfræðingum á heilbrigðissviði sem óttast að bærinn verði einhverskonar smitsprengja.

Það er oft þröngt á þingi á hátíðinni. Mynd: EPA/MIKE NELSON

Um 7.000 manns búa í bænum en um síðustu helgi streymdi mótorhjólafólk þangað í þúsundatali. Jonathan Reiner, sérfræðingur CNN í læknisfræði, sagðist ekki hafa áhyggjur af þeim sem keyra bara um á mótorhjólunum sínum. Það sé hins vegar það sem gerist á kvöldin, á börum, veitingastöðum, hótelum og götum úti sem valdi honum áhyggjum. Hann óttast að hátíðin verði smitsprengja.

Yfirvöld í Suður-Dakóta hafa ekki gripið til neinna aðgerða vegna heimsfaraldursins og því þarf enginn að nota munnbindi eða óttast að fjöldatakmarkanir ríki á samkomum. Kristi Noem, ríkisstjóri, hefur einnig veitt heimild fyrir samkomunni sem fagnar 80 ára afmæli í ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina