fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Lítill drengur fannst berfættur á götu úti – Óttast að móðurinni hafi verið rænt

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. ágúst 2020 07:01

Leila og Kamdyn. Mynd:Miramar Police Department

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 26. júlí fannst Kamdyn Cavett Arnold, tveggja ára, aleinn og berfættur á bílastæði í Miramar í Flórída. Hann var aðeins í stuttermabol og með bleiu. Móðir hans var hvergi nærri og hefur ekki fundist síðan Kamdy fannst. Hún heitir Leila Cavett og er 21 árs. Fjölskylda hennar óttast að henni hafi verið rænt.

WTVJ skýrir frá þessu. Faðir hennar, Curtis Cavett, sagði í samtali við WTVJ að hann óttist að Leila hafi verið rænt af manni sem hún komst í samband við í gegnum samfélagsmiðla. Cutis sagðist hafa skoðað samfélagsmiðlasíður Leila og komist að því að hún hafi ætlað að hitta mann sem hún hafði skrifast á við.

„Þetta stendur á Facebooksíðunni hennar. Ég hitti lögregluna til að kanna hvort við getum komist inn í skilaboðin hennar á Facebook.“

Bíll Leila fannst síðar við eina af verslunum Walmart í Flórída. Ekkert fannst í bílnum sem hefur fært lögregluna nær því að upplýsa málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“