New York Times skýrir frá þessu. Eins og fyrr segir hefur þessi mikli fjöldi smita hjá börnum vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og þá sérstaklega í ljósi þess að Donald Trump, forseti, hefur ítrekað haldið því fram að börn séu „næstum ónæm“ fyrir veirunni í umræðunni um hvort opna eigi skóla að sumarfríum loknum.
Á heimsvísu hafa rúmlega 20 milljónir smita greins og rúmlega 730.000 hafa látist af völdum COVID-19. Bandaríkin tróna á toppnum með rúmlega 5 milljónir smita og 165.000 dauðsföll.