Þegar barnið fæddist fylgdi lykkjan með, það var þó ekki fyrr en eftir fæðinguna sem barnið tók lykkjuna í höndina. VN Express skýrir frá þessu. Myndir, sem fæðingarlæknir á Hai Phong International sjúkrahúsinu í Víetnam tók, sýna barnið halda fast um lykkjuna.
„Eftir fæðinguna fannst mér það áhugavert að hann héldi á lykkjunni, svo ég tók mynd. Ég bjóst ekki við því að þetta myndi vekja svona mikla athygli“, segir læknirinn.
Facebookfærsla sjúkrahússins hefur vakið mikla athygli og fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um málið.
Hann segir að ástæða þess að getnaðarvörnin virkaði ekki sem skyldi gæti verið sú að hún hafi færst úr stað. Drengnum, sem vó 3,2 kíló, heilsast vel.