Meðal þess eru kröfur er snúa að umhverfisvernd. Til að mæta þessum kröfum hefur félagið ákveðið að hætta að fljúga á milli Vínarborgar og Salzburg en í staðinn ætlar félagið að annast lestarsamgöngur á þessari leið. CNN skýrir frá þessu.
Fram kemur að félagið hafi fengið 600 milljónir evra í stuðning frá ríkinu en verði á móti að minnka losun gróðurhúsalofttegunda innanlands um helming fyrir 2050 og hætta að fljúga á milli staða sem beinar lestarsamgöngur eru á milli ef lestarferð tekur skemmri tíma en þrjár klukkustundir.
Frá 20. júlí mun félagið bjóða upp á 31 lestaferð daglega á milli Vínarborgar og Salzburg en í dag eru ferðirnar þrjár. Rúmlega 200 kílómetrar eru á milli borganna og tekur flug á milli þeirra um 45 mínútur en þegar biðtími í flugstöðvum er lagður við þennan tíma þá tekur það oft meira en 2 klukkustundir og 49 mínútur að komast flugleiðis á milli borganna eða álíka langan tíma og lestarferð tekur.