fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Pressan

Fjórðungur bandarískra vöruhúsa verður horfinn innan fimm ára

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 14:15

Victoria's Secret er meðal þeirra verslana sem eru í vanda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarna mánuði hefur ekki verið marga bíla að sjá á gríðarstórum bílastæðum við bandarísk vöruhús. Kórónafaraldurinn hefur sett mark sitt á vöruhúsin, sem mörg hver voru í vanda áður en faraldurinn skall á. Ný greining dregur upp dökka mynd af framtíð hinna dæmigerðu verslanamiðstöðva eða „malls” sem gætu verið næstar í röðinni.

Í nýrri greiningu frá Coresight Research, sem er bandarískt ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í verslun og tækni, er gert ráð fyrir því að 25% af þeim 1200 vöruhúsum sem eru í Bandaríkjunum eigi það á hættu að verða lokað á næstu fimm árum. New York Times greinir frá þessu.

„Við hefðum ekki getað ímyndað okkur að svo mörg fyrirtæki myndu verða gjaldþrota og ég held, því miður, að þróunin muni halda áfram út árið 2020” segir Deborah Weinswig, stofnandi Coresight Research í viðtali við blaðið.

Vöruhúsin hafa átt undir högg að sækja með aukinn vefverslun og allt lítur út fyrir að sú þróun muni halda áfram. Það er gert ráð fyrir því að stór hluti Bandaríkjamanna muni óttast það að fara í vöruhús full af fólki og muni frekar velja að versla á netinu. Í júní á síðasta ári komst bandaríska gagnastofnunin, CoStar Group, að þeirri niðurstöðu að 84% bandarískra vöruhúsa stæðu vel fjárhagslega. Margar verslunarkeðjur munu þurfa að grípa til þess ráðs að loka verslunum, Victoria‘s Secret mun loka 250 verslunum á næstunni og Gap mun þurfa að loka um 170 verslunum.

Í maímánuði sóttu verslunarkeðjurnar Neiman Marcus, J. Crew, JC Penney og Stage Stores um aðstoð til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin