Það var fimmtudaginn 2. júlí sem tollverðir og sjóliðar fóru um borð í skipið og voru með fíkniefnaleitarhunda meðferðis. Þeir fundu kókaínið.
Í gámnum, sem kókaínið var í, fundust einnig tveir hafnarverkamenn í felum.
Samkvæmt frétt El Universal höfðu tollayfirvöld fengið ábendingu um að fíkniefni væru í skipinu og því var leitað í því þegar það lagðist að bryggju í Manzanillo. Skipið var að koma frá Balboa í Panama og hafði þar áður verið í Buenaventura í Kólumbíu.