„Við héldum fyrst að þetta væri bara orðrómur en síðan könnuðum við málið betur. Við fengum staðfest hjá læknum og yfirvöldum í ríkinu að þau hefðu sömu upplýsingar og við.“
Sagði Randy Smith, slökkviliðsstjóri, á fundi bæjarráðsins í Tuscaloosa fyrir helgi. NBC News skýrir frá.
WVTM hefur eftir Sonya KcKinstry, bæjarfulltrúa, að peningum sé safnað í samkvæmunum og sá sem smitast fyrstur fái þá í verðlaun.
„Það reitir mig til reiði að við gerum allt sem við getum til að stöðva faraldurinn en þau gefa skít í þetta og skemmta sér til að dreifa veirunni.“
Yfirvöld hafa ekki enn lagt fram áætlun um hvernig þau geta stöðvað COVID-samkvæmin en bæjarstjórnin ákvað einróma að setja reglur um að fólk noti andlitsgrímur á almannafæri.