Air France mun fækka um 6.460 störf fyrir árslok 2022 og dótturfyrirtækið HOP! Um 1.020 störf. Þar með fækkar starfsfólki HOP! um tæplega helming.
Reiknað er með að flugfélög um allan heim muni tapa 84 milljörðum dollara á þessu ári og ekki er reiknað með að það takist að koma rekstrinum í plús á næsta ári þótt efnahagslíf heimsins taki vel við sér.
Air France tapaði 15 milljónum evra á dag þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst. Félagið reiknar ekki með að ná sama umfangi í starfseminni, og var fyrir heimsfaraldurinn, fyrr en 2024.