Rúmlega 200 vísindamenn telja að WHO hunsi hættuna á útbreiðslu kórónuveirunnar með þessum litlu dropum sem eru eiginlega úði. Hann getur svifið lengi í loftinu og borist langar leiðir segja vísindamennirnir.
Þeir eru á öndverðri skoðun við skoðun WHO og bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar sem segja að aðeins þurfi að hafa áhyggjur af tveimur smitleiðum. Önnur sé innöndun örsmárra dropa frá smitaðri manneskju sem er nálægt manni eða að maður smitist við að snerta fleti sem veiran er á en sjaldgæft sé að smitast á þann hátt.
En margir sérfræðingar telja að WHO hunsi sífellt fleiri sannanir fyrir að fyrrnefnt svif dropa í loftinu geti leikið stór hlutverk í útbreiðslu veirunnar. Þeir segja að margar rannsóknir sýni að droparnir geti verið hættulegir í lokuðum rýmum á borð við herbergi með lélegri loftræstingu, strætisvögnum og öðrum lokuðum rýmum. Þá gildir engu þótt 1,8 metrar, hið minnsta, séu á milli fólks, að sögn Lidia Morawska, prófessors við Queensland University of Technology í Ástralíu.