Heilbrigðismálaráðuneytið í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum skýrði frá þessu. Fram kemur að tilkynnt hafi verið um málin á nokkrum vikum í maí og hafi þau öll tengsl við áfengissýki viðkomandi. Ekki voru veittar frekari upplýsingar um hvar í ríkinu þetta gerðist eða um fórnarlömbin. CNN skýrir frá þessu.
Það er þekkt að fólk hafi drukkið handspritt til að komast í vímu og áður en heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á var til dæmis bannað að nota handspritt í mörgum bandarískum fangelsum til að koma í veg fyrir að fangar myndu drekka það eða nota til íkveikju.