Þið hafið kannski ekki náð því stigi að vera í samstæðum íþróttagöllum, en þið orðið hlutina kannski eins og farið í háttinn á sama tíma.
Þessi hegðun getur skilað sér alla leið í draumalandið, samkvæmt nýrri rannsókn. Svefnmynstur para sem sofa í sama rúmi samstillast nefnilega upp að vissu marki. REM-svefn þeirra, sem oft kallast draumsvefn, lengist einnig um 10%. Rannsóknin birtist í tímaritinu, Frontiers in Psychiatry.
Um er að ræða litla rannsókn sem 12 gagnkynhneigð pör tóku þátt í. Pörin sváfu í allt fjórar nætur í svefnrannsóknarstofu. Helming náttanna sváfu þau saman, hinn helminginn sitt í hvoru lagi. Á meðan á rannsókninni stóð var svefn þátttakenda rannsakaður í þaula.
Rannsóknin kallast polysomnografi, og felst hún meðal annars í því að starfsemi heilans er mæld, sem og augnhreyfingar, starfsemi vöðva, öndun, súrefni í blóði og hjartsláttur.
Niðurstöðurnar voru þær að pörin upplifðu lengri REM-svefn þegar þau sváfu saman. Þetta getur komið sér vel, þar sem, REM-svefn tengist því meðal annars hve vel við getum stjórnað tilfinningum okkar, hæfileikum okkar til að eiga í samskiptum og minninu. Helsti veikleiki rannsóknarinnar er sá að þátttakendur sváfu ekki í eigin rúmum, en það getur haft áhrif á svefninn.
Þú hefur kannski heyrt að ein af ástæðum þess að við sofum er til þess að flokka mikið magn upplýsinga. Einn mikilvægur hluti þess er að gleyma, gert er ráð fyrir því að heilinn noti tímann á meðan við sofum til þess að losa sig við um 99% þeirra upplýsinga sem við fáum á meðan við erum vakandi, og vinna úr restinni.
Heilinn er ekki verkefnalaus á meðan við sofum, hann er að vinna alla nóttina. Heilinn gætir þess alla nóttina að við séum örugg, án þess að við séum vör við það. Heilinn nemur einnig nærveru makans og hefur þannig áhrif á svefn hins aðilans, sem breytist upp að vissu marki.