fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Pressan

Ian McKellen leikur ungan Hamlet í nýrri uppsetningu í leikhúsi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. júlí 2020 15:00

Ian McKellen. Mynd: EPA-EFE/NEIL HALL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleikarinn Ian McKellen hefur ekki lagt leikaraskóna á hilluna og bauðst honum nýlega að leika eitt frægasta hlutverk Shakespeare, Hamlet, í breskri uppsetningu þar sem aldur skiptir engu máli.

Fræðimenn hafa lengi velt því fyrir sér hve gamall Hamlet sé í raun og veru, hvort hann sé þrítugur, eins og nefnt er snemma í leikritinu, eða hvort hann sé enn yngri.

50 ár síðan síðast

McKellen sagði frá þessi á Twitter í síðustu viku. Hann segir að hann sé mjög heppinn að fá að vinna aftur og þakkar fyrir möguleikann á því að komast í kynni við Hamlet að nýju.

McKellen tókst nefnilega á við hlutverkið fyrir 50 árum síðan. Þá sagði hann að hann efaðist alltaf þegar leikari væri kallaður Hamlet sinnar kynslóðar. ”Sérstaklega vegna þess að enginn hefur skrifað það um mig” sagði leikarinn þá.

Nú hefur leikarinn aftur á móti öðlast mikla reynslu og er tilbúinn til þess að takast á við hlutverkið að nýju.

Vegna kórónaveirunnar er ekki vitað hvenær leikhúsin í Bretlandi opna að nýju og það gæti því þess vegna verið enn eldri Ian McKellen sem tekst á við Hamlet

Hefur leikið í stórmyndum

Ian McKellen hefur leikið mörg stór hlutverk, bæði á sviði og á hvíta tjaldinu. Meðal þeirra kvikmynda sem hann hefur leikið í eru Hringadróttinssaga, Hobbitinn og X-Men myndirnar. Hann hefur auk þess leikið í mörgum Shakespeare leikritum, meðal annars Macbeth og Othello.

Árið 1991 var hann aðlaður og fékk þar með titilinn sir. Leikarinn kom út úr skápnum árið 1988 og fékk ”Order of the Companions of Honour” fyrir baráttu sína fyrir jafnrétti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Mér líður eins og ofurkonu“ – Engin hefur lifað lengur með ígrætt líffæri úr svíni

„Mér líður eins og ofurkonu“ – Engin hefur lifað lengur með ígrætt líffæri úr svíni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja hugsanlegt að hinn grunaði í máli Madeleine McCann flýji frá Evrópu og fari í lýtaaðgerð

Telja hugsanlegt að hinn grunaði í máli Madeleine McCann flýji frá Evrópu og fari í lýtaaðgerð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk myndband af afhöggnum fingri – Þá fór málið að rúlla af alvöru

Fékk myndband af afhöggnum fingri – Þá fór málið að rúlla af alvöru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á leið út í búð þegar svartbjörn með hundaæði réðst á hann – Sjáðu myndbandið

Var á leið út í búð þegar svartbjörn með hundaæði réðst á hann – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um að hafa fróað sér í strætisvagni – Fær 900.000 krónur í bætur

Var sakaður um að hafa fróað sér í strætisvagni – Fær 900.000 krónur í bætur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver gerði súkkulaðimistök upp á 4,4 milljónir?

Hver gerði súkkulaðimistök upp á 4,4 milljónir?