Niðurstöður krufningar lágu fyrir í gær og sýna að konan lést af eðlilegum orsökum í kjölfar bráðasjúkdóms. Réttarmeinafræðingar telja að margar vikur séu síðan hún lést.
Það var nágranni konunnar sem hafði samband við lögregluna því hann undraðist að bíll hennar hafði ekki verið hreyfður í langan tíma.
Grunur lögreglunnar beindist fljótlega að tveimur piltum, 14 og 16 ára, og að þeir hefðu brotist inn í húsið. Þeir viðurkenndu það þegar lögreglan ræddi við þá. Sögðust hafa brotist inn til að stela tómum flöskum sem þeir gætu selt fyrir skilagjaldið. Talsmaður lögreglunnar sagði í samtali við Ekstra Bladet að piltarnir hafi líklegast haft á tilfinningunni að eitthvað væri óeðlilegt í húsinu en hafi ekki áttað sig almennilega á því. Þeir sáu líkið ekki en var nokkuð brugðið við tíðindin.