Margir borgarbúar neyddust til að halda sig innandyra. Það bætti ekki ástandið að dreifikerfi rafmagns virkar illa og er rafmagn skammtað í þrjár klukkustundir á dag. Því þurftu margir að kveikja á varaaflsstöðvum til að halda ísskápum og frystum í gangi sem og viftum og loftkælingu.
Allar þessar varaaflsstöðvar juku síðan enn á hávaðann í borginni.