Þetta fer í taugarnar á Joseph Varon yfirlækni á Houston United Memoerial Mediacl Center sjúkrahúsnu í Houston. Þar reynir hann ásamt samstarfsfólki að hjálpa þeim sem smitast af kórónuveirunni en það er bara skammvinnur frestur ef íbúar borgarinnar breyta ekki hegðun sinni segir hann.
„Mér finnst ég berjast í tveimur orustum: Gegn COVID-19 og gegn heimsku. Ég á möguleika á að sigra í þeirri fyrri. En sú síðari verður sífellt erfiðari.“
Sagði hann í samtali við Reuters.
Varon er sérfræðingur í lungnasjúkdómum og sinnir aðallega sjúklingum sem eru í lífshættu. Hann segir að innlögnum vegna COVID-19 fjölgi sífellt. Margir þurfi aðstoð öndunarvéla.
„Það pirrar mig að við gerum okkar besta til að hjálpa þessu fólki og strax á eftir kemur enn fleira fólk inn sem gerir einmitt andstæðuna við það sem það á að gera.“