fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Er þetta heppnasti maður í heimi? Vann 555 milljónir á skafmiða í annað sinn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. júlí 2020 05:40

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þér dettur ekki í hug að þú munir vinna milljón einu sinni og þér dettur örugglega ekki í hug að það myndi gerast tvisvar.“

Þetta sagði Mark Clark, sem býr í South Rockwood í Michigan í Bandaríkjunum, eftir að hann vann 4 milljónir dollara á skafmiða í maí. 4 milljónir dollara svara til um 555 milljóna íslenskra króna.

„Það er erfitt að lýsa nákvæmlega hvernig mér líður.“

Sagði þessi fimmtugi vinningshafi sem var ekki að vinna stóra vinninginn í fyrsta sinn. Fyrir þremur árum var hann að flytja eldsneyti til bensínstöðvar í Hudson í Michigan. Þar keypti hann skafmiða og fékk vinning, 4 milljónir dollara.

Hann ók síðan eldsneytisflutningabílnum aftur í höfuðstöðvarnar, fór heim og sagði foreldrum sínum fréttirnar. Skömmu síðar hætti hann að vinna.

Nú, þremur árum síðar, keypti hann sér aftur skafmiða og vann aftur 4 milljónir dollara. CNN skýrir frá.

Clark hyggst halda áfram að taka því rólega og njóta þess að vera hættur að vinna. Hann segist lifa kyrrlátu lífi og fari mikið að veiða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?