fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Talið að hákarl hafi orðið sundkonu að bana við strönd Nýja-Englands

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. júlí 2020 07:02

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að hákarl hafi orðið sundkonu að bana við strönd Maine í Nýja-Englandi í Bandaríkjunum í gær. Ef staðfest verður að hákarl hafi orðið konunni að bana er það aðeins í annað skipti sem staðfest er að hákarl hafi komið nálægt manneskju við strendur ríkisins.

Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að samkvæmt upplýsingum frá Maine Marine Patrol hafi vitni séð konu á sundi við strönd Bailey Island. Konan virtist meiðast og komu tveir kajakræðarar henni til aðstoðar og komu henni í land.

Þegar í land var komið fékk konan aðhlynningu frá sjúkraflutningamönnum en allt kom fyrir ekki og hún lést. Ekki hefur verið skýrt frá nafni konunnar og yfirvöld hafa ekki staðfest opinberlega að hákarl hafi orðið henni að bana.

Það er mjög sjaldgæft að hákarlar komi nærri fólki við strendur Maine og Nýja-Englands í heild. Eina staðfesta tilfellið til þessa var 2010 þegar kafarinn Scott MacNichol náði að hrekja hákarl, sem hafði synt nærri honum og kom sífellt nær, á brott með neðansjávarmyndavél sinni.

Vitað er um 460 árásir hákarla á fólk við strendur Bandaríkjanna frá 2010 til 2019. Sex létust í þessum árásum að sögn International Shark Attack File.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist