fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Leit að tveggja ára barni leiddi lögregluna að húsi með 23 börnum sem hafði verið rænt

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. júlí 2020 05:40

Lögreglumenn að störfum í Mexíkó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leit mexíkósku lögreglunnar að tveggja og hálfs árs gömlum dreng, sem hvarf frá markaði í suðurhluta Mexíkó fyrir þremur vikum, leiddi lögregluna að húsi í bænum San Cristobal. Þar fundu lögreglumenn 23 börn sem var haldið þar föngnum og neydd til að selja skartgripi á götum bæjarins.

Þrjú barnanna voru á aldrinum 3 til 20 mánaða. Saksóknarar segja að flest barnanna séu á aldrinum 3 til 15 ára.

Börnin voru send út til að selja skartgripi og máttu ekki snúa aftur fyrr en þau höfðu selt fyrir ákveðið lágmark ef þau vildu fá eitthvað að borða.  Mörg barnanna báru þess merki að vera vannærð og þau sögðust hafa verið beitt ofbeldi ef þau hlýddu ekki.

Þrjár konur voru handteknar vegna málsins og eiga ákærur fyrir mannrán og nauðungarvinnu yfir höfði sér.

Drengurinn sem leitin beindist að í upphafi er enn ófundinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“