fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Komst að sannleikanum um eiginmanninn daginn sem hann var myrtur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. júlí 2020 05:45

Ashlee og Emmett á góðri stundu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar eiginmaður hennar, sem eitt sinn var svo ástríkur og ljúfur, byrjaði að hörfa undan henni þegar hún reyndi að faðma hann og vildi ekki kyssa hana áttaði hún sig á að eitthvað hafði breyst. Að auki vildi hann heldur ekki horfast í augu við hana.

Ashlee Birk vissi að hann hafði breyst en vissi ekki hvað lá að baki þessum breytingum. Þegar hún horfir í baksýnisspegilinn óskar hún að hún hefði tekið meira mark á þessum breytingum og merkjum um þær. Hefði það hugsanlega bjargað lífi eiginmannsins, Emmet Birk?

„Hann var ólíkur sjálfum sér um hríð. Síðasti mánuðurinn var sá versti. Hann var ekki eins og hann átti að sér að vera, hann var mjög kaldur, líka við börnin . . . hann vildi ekki einu sinni horfa á mig.“

Sagði Ashlee í samtali við With Her in Mind.

Ashlee og Emmett Birk.

Hjónin bjuggu í Boise í Idaho, áttu fjögur börn saman og Ashlee gekk með fimmta barnið. Emmett, sem var þrítugur, hafði alltaf verið fullkominn eiginmaður og faðir. Alltaf ástríkur og umhyggjusamur en síðustu vikur lífsins breyttist hann mikið.

Skelfilegar fréttir

Hann var nýbyrjaður að vinna sem lögmaður og Ashlee útskýrði breytta hegðun hans með álaginu sem fylgdi starfinu, að þetta myndi lagast þegar hann væri búinn að koma sér betur inn í starfið. Hún var alveg viss um að Emmett myndi ekki detta í hug að svíkja hana. En það breyttist nótt eina þegar lögreglumenn knúðu dyra á heimilinu klukkan eitt að nóttu. Þeir voru með nokkrar ljósmyndir og frétt sem rústaði heimi Ashlee.

Hjónin með hluta barnahópsins.

Eiginmaður hennar var dáinn. Hafði verið myrtur. Hann var skotinn til bana af karlmanni. Af hverju, vildi Ashlee vita. Lögreglumennirnir sögðu henni hægt og rólega frá leyndarmáli Emmett, leyndarmáli sem kostaði hann lífið. Hann hafði átt í ástarsambandi við samstarfskonu sína og hafði eiginmaður hennar skotið Emmett til bana í afbrýðissemiskasti.

„Þeir sögðu mér frá morðinu og framhjáhaldinu á sama tíma. Þeir sögðu mér frá svo mörgum smáatriðum úr lífi hans sem ég vissi ekki um. Öll púslin smullu saman.“

Sagði Ashlee.

Emmett hafði unnið á lögfræðifyrirtæki í Utah og þar féll hann fyrir samstarfskonu sinni, Kandi Hall. Hún hafði verið gift Rob Hall í 19 ár. Rob fór fljótlega að gruna að eitthvað hefði breyst og datt í hug að Kandi væri að halda framhjá honum. Hann fór því að fylgjast með henni. Hann elti hana kvöld eitt þegar hún hafði mælt sér mót við Emmett á bílastæði. Þegar hann sá með eigin augum að grunsemdir hans áttu við rök að styðjast dró hann upp skammbyssu og skaut Emmett þremur skotum. Tvö hæfðu hann í höfuðið og eitt í brjóstið. Hann lést samstundis.

Eftirmálarnir

Þegar lögreglumennirnir fluttu henni þessi tíðindi vissi hún ekki hvernig hún átti að bregðast við og hún var í miklu tilfinningalegu uppnámi lengi á eftir. Hún vissi að margir væntu þess að hún væri „syrgjandi eiginkonan“ en hún var mjög sár yfir svikum Emmett og hún var honum reið.

„Mér finnst að ég hafi ekki fengið tækifæri til að syrgja því hugsanir mínar voru strax reiðihugsanir. Framhjáhaldið skyggði svo lengi á sorg mína. Það var einfaldara fyrir mig að vera honum reið. Ég hafði verið niðurlægð. Ég var svo reið yfir vali hans.“

Kandi og Rob Hall.

Hún komst að því að framhjáhaldið hafði staðið yfir í um sjö mánuði. Á þeim tíma varð hún barnshafandi að fimmta barni þeirra hjóna en fyrir áttu þau sex ára tvíbura og 4 ára og 1 árs börn.

Hún tilkynnti ættingjum og vinum um morðið og að það hefði verið framhjáhald Emmett sem kostaði hann lífið.

Í október 2012 var Robert Hall dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir morðið.

Ashlee kynntist síðar manni sem hún er nú gift og eiga þau eina dóttur saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti