fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Pressan

Myndavél rak á land – Sagði sögu skelfilegs harmleiks

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. júlí 2020 05:45

Fyrsta myndin á minniskortinu og síðasta myndin af hjónunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í febrúar 2005 rak stafræna myndavél á land í Taílandi. Vélin sjálf var ónýt en myndirnar í henni voru heilar.  Þær voru allar teknar þann 26. desember 2004, daginn sem gríðarlegar flóðbylgjur skullu á nokkrum asískum löndum í kjölfar öflugs jarðskjálfta.  Um 230.000 manns létust í hamförunum.

Myndirnar voru teknar nokkrum mínútum áður og sýna hvað gerðist síðustu mínúturnar í lífi John og Jackie Knill. Mínúturnar áður en risastórar flóðöldur skullu á ströndinni og eyðilögðu allt sem á vegi þeirra varð.

Fyrsta myndin á minniskortinu og um leið síðasta myndin af John og Jackie Knill .

Á fyrstu myndinni standa hjónin saman og halda utan um hvort annað á fallegri strönd, þau eru brosandi og glöð.  Á þriðju myndinni, sem var tekin klukkan 08.26, sést ströndin. Ferðamenn eru í fjöruborðinu en ekki er allt eins og það á að vera því í bakgrunninum sést fyrsta af þremur stóru flóðbylgjum sem skullu á ströndinni. Á næstu myndum sést flóðbylgjan koma sífellt nær á meðan óafvitandi ferðamenn halda sínu striki.

Flóðbylgjan í fjarska og fólk í fjöruborðinu.

Á síðustu myndinni, sem var tekin klukkna 08.30, er martröðin skollin á. Risastór flóðbylgjan er komin að ströndinni og nokkrum sekúndum síðar verður hún mörg þúsund manns að bana, þar á meðal Knill-hjónunum.

Vélin fannst fyrir tilviljun

Vikurnar og mánuðina eftir þessar miklu náttúruhamfarir lögðu margir sjálfboðaliðar nótt við dag til að reyna að bera kennsl á hina látnu og endurbyggja hamfarasvæðin. Einn þessara sjálfboðaliða, Christian Pilet frá Washington, var þeirra á meðal ásamt vini sínum. Dag einn komu þeir auga á myndavélina innan um brak í fjöru í Khao Lak. Þeir tóku myndavélina upp og tóku minniskortið úr henni en vélinni sjálfri hentu þeir. Á hótelinu settu þeir minniskortið í tölvu en áttu enga von á að myndirnar væru heilar en það voru þær svo sannarlega. Á þeim sáu þeir hina skelfilegu flóðbylgju nálgast. Þeir sáu Knill-hjónin á fyrstu myndinni og vildu komast að hver þau voru. Voru þau dáin? Höfðu þau lifað af?

„Við hugsuðum strax um hvernig við gætum komið myndunum til fjölskyldna þeirra. Við töldum að þau væru sænsk eða þýsk en margir þeirra sem voru í Khao Lak voru Svíar. Við vorum 99 prósent vissir um að þau væru frá einu af Norðurlöndunum.“

Sagði Pilet síðar.

Flóðbylgjan að ná landi.

Félagarnir fóru í þýsku og sænsku sendiráðin en án árangur. Á Google leituðu þeir og fundu fljótlega heimasíðu með mynd af hjónum frá Vancouver í Kanada. Þeir voru ekki í neinum vafa, þetta voru hjónin sem höfðu átt myndavélina, John og Jackie Knill.

„Við trúðum þessu ekki, skyndilega var eins og það bærist bergmál úr gröfinni. Það sem við sáum á þessum myndum voru síðustu fimm mínútur lífs þessa fólks.“

Sagði Pilet. Hann fór til Vancouver í febrúar 2005 til að afhenda þremur sonum Knill-hjónanna minniskortið og myndirnar sjö. Þetta var mikill léttir fyrir synina, Patrick, Christian og David, sem höfðu fengið þær upplýsingar frá taílenskum yfirvöldum að foreldrar þeirra hefðu látist. Lík John fannst þann 31. desember 2004 en lík Jackie þann 13. janúar 2005. Líkin fundust á sömu ströndinni en langt frá hvort öðru. En synirnir höfðu ekki fengið upplýsingar um hvað hafði orðið þeim að bana. Myndirnar staðfestu að það var flóðbylgjan sem varð þeim að bana.

„Þetta er meira en við höfðum vonast eftir. Þetta er eins og að vera með foreldrum okkar og sjá hvað þau sáu síðustu mínútur lífsins. Það eru svo margir sem ekki hafa fengið nein svör. Þetta tók mjög á okkur bræðurna, það var erfitt að vita ekkert en nú vitum við þetta.“

Sagði Patrick.

Byggt á umfjöllun Seattle Times og Tsunamis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hver er munurinn á mandarínum og klementínum?

Hver er munurinn á mandarínum og klementínum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“