fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Pressan

Mæður í „hvítustu borg Bandaríkjanna“ snúast gegn Trump – „Ég er mjög ósátt við aðgerðir þínar“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. júlí 2020 08:01

Alríkislögreglumenn úr öryggissveitum Trump að störfum. Mynd:EPA-EFE/DAVID SWANSON

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur gripið til þess ráðs að senda alríkslögreglumenn til borga þar sem honum finnst yfirvöld ekki hafa tekið á mótmælendum af nægilega mikilli festu. Þessar borgir eiga það sameiginlegt að þar eru Demókratar við völd. Með þessu er Trump að reyna að afla sér stuðnings kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember með því að vera forseti „laga og reglu“. Ein þeirra borga sem þessar lögreglusveitir hafa verið sendar til er Portland í Oregon. Þar hafa mörg hundruð hvítar mæður snúist gegn sveitum Trump og hafa myndað varnarlínur til að vernda mótmælendur fyrir lögreglumönnunum.

„Ég er mjög ósátt við aðgerðir þínar.“ Stóð til dæmis á skilti sem kona ein hélt uppi þar í borg og undir það var ritað „Móðir.“

Portland hefur stundum verið sögð vera hvítasta borg Bandaríkjanna og boðskapur mæðranna er skýr: Þær eru þreyttar af ofbeldi lögreglusveita Trump gegn þeim sem þær segja vera „friðsama mótmælendur“.

Í kjölfar þess að George Floyd, svartur maður, var drepinn af lögreglunni í Minneapolis í lok maí hefur fólk mótmælt í borgum landsins. Portland er ein fárra borga þar sem mótmæli sem þessi fara enn fram nær daglega en heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur að miklu leyti stöðvað mótmælin. Þessi mótmæli virtust fara mjög illa í marga hvíta íbúa Portland en þegar Trump sendi alríkislögreglumennina til borgarinnar gjörbreyttist stemningin í hvítu úthverfunum.

„Áður fannst mér þessi mótmælendur vera allt of ofbeldisfullir. En þegar ég sá upptökur af lögreglumönnum, sem líktust hermönnum, sem handtóku friðsama mótmælendur og óku á brott með þá í ómerktum bílum gat ég ekki setið hjá lengur.“

Þetta sagði Jane Ullman, 38 ára móðir sem tók þátt í mótmælum nýlega, í samtali við The Oregonian. Ásamt mörg hundruð öðrum mæðrum úr úthverfum borgarinnar kallar hún sig „Wall of Moms“ (Múr af mæðrum). Markmið þeirra er að vernda mótmælendur fyrir lögreglusveitum Trump.

Þetta virkaði í síðustu viku því þegar alríkislögreglumennirnir reyndu að komast að Black Lives Matter mótmælendum stóðu mæðurnar í vegi þeirra og þeir urðu frá að hverfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla
Pressan
Í gær

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu
Pressan
Í gær

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit
Pressan
Fyrir 3 dögum

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta krabbameinslæknar meðal hinna látnu í mannskæðu flugslysi í Brasilíu

Átta krabbameinslæknar meðal hinna látnu í mannskæðu flugslysi í Brasilíu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Framboð Trump hakkað – Dularfullur maður sem kallar sig Robert sendir gögn á fjölmiðla og Trump kennir Íran um málið

Framboð Trump hakkað – Dularfullur maður sem kallar sig Robert sendir gögn á fjölmiðla og Trump kennir Íran um málið