Húsið hefur staðið autt síðan 2005 en þá myrti þáverandi eigandi þess, lögmaðurinn Christopher Lumsden, eiginkonu sína, Alison, á hrottalegan hátt með hnífi eftir að hún kom heim frá fundi með ástmanni sínum. Lumsden stakk hana 30 sinnum. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir morðið og þótt sumum sem hann hefði sloppið frekar vel frá málinu.
Á yfirborðinu var ekki annað að sjá en hjónin væru hamingjusöm, þau sóttu matarboð, voru félagar í tennisklúbbi og spiluðu bridds. En vantraust og framhjáhald höfðu mikil áhrif fá hjónabandið.
Dag einn sagði Alison að hún vildi fá skilnað. Ekki leið á löngu þar til Lumsden tók ákvörðun um að drepa hana.
Fyrir rétti sagðist hann þjást af andlegum veikindum og eins og fyrr sagði fékk hann vægan dóm. Hann sat í fangelsi í 30 mánuði.
Fasteignafélag keypti húsið og hefur látið gera gagngerar endurbætur á því sem hafa tekið tíu ár. Húsið er nú nánast draumahús þeirra sem vilja gera vel við sig í húsnæðismálum.