fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Sádi-Arabía – Sólarströnd framtíðarinnar? Ekkert áfengi eða bikiní

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 26. júlí 2020 19:01

Konur njóta ekki mikilla réttinda í Sádi-Arabíu frekar en aðrir landsmenn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamannaiðnaðurinn hefur vaxið gríðarlega mikið víða um heim á undanförnum árum og nú vilja yfirvöld í Sádi-Arabíu fá sinn skerf af kökunni. Hyggjast yfirvöld eyða sem svarar til um 60.000 milljörðum íslenskra króna til búa til ferðamannaparadís í landinu.

The Guardian skýrir frá þessu. En þessi ferðamannaparadís verður ekki í þeim stíl sem við Íslendingar eigum að venjast í sunnanverðri Evrópu. Áfengi verður ekki í boði og konum verður ekki heimilt að sóla sig í bikiníum.

En hvernig á þá að lokka ferðamenn til þessa strangtrúaða íslamska lands? Það á til dæmis að gera með því að reisa nýja borg þar sem verða hvítar strendur, tungl (auðvitað búið til af mönnum), drónaleigubílar og vélmenni sem þjóna fólki.

The Guardian segir að það sé Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu sem vill leggja í þessa fjárfestingu. Peningarnir verða að sjálfsögðu sóttir í olíuauð landsins.

Krónprinsinn segir að það sé ekki til umræðu að konur geti sleppt að hylja axlir og hné á opinberum stöðum en viðurkennir um leið að það sé ekki einfalt mál að skapa ferðamannaparadís í landinu því það sé of heitt þar þegar sólin er hátt á lofti og ekki sé hægt að treysta á vindkælingu. En svo má velta fyrir sér hvort það dragi ekki einnig úr áhuga væntanlegra ferðamanna ef þeir geta ekki keypt sér áfengi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn