fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Ísbirnir gætu heyrt sögunni til innan 80 ára

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 26. júlí 2020 16:05

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftslagsbreytingarnar fara illa með ísbirni því um leið og meðalhitinn á norðurheimskautasvæðinu hækkar fækkar þeim dögum sem hafís er á svæðinu. Það kemur sér illa fyrir ísbirni sem nota hafísdagana til að veiða sér til matar. Það er eðlilegt að magn hafíss minnki á sumrin og þá fara ísbirnir í land og fasta. En sífellt færri dagar með hafís þýða að ísbirnirnir þurfa að fasta lengur og í verstu tilfellunum eiga þeir á hættu að svelta í hel.

Niðurstöður nýrra útreikninga kanadískra og bandarískra vísindamanna hafa nú varpað ljósi á framtíð ísbjarna miðað við hversu mikið magn af CO2 mannkynið mun losa út í andrúmsloftið í framtíðinni. Ef losunin verður mjög mikil er útlitið ekki gott fyrir ísbirni. Það mun hafa í för með sér að nær allir stofnar ísbjarna verða útdauðir um næstu aldamót. Er þá miðað við sömu losun og nú er.

Vísindamennirnir rannsökuðu 13 af 19 ísbjarnastofnum á norðurheimskautinu.

Norðan við Grænland er hafís næstum allt árið. Þar munu áhrif loftslagsbreytinganna verða lítil og það jafnvel þótt meðalhitinn hækki um 4 gráður. En annars staðar verða áhrifin mun meiri en hækkandi hiti leggst misjafnlega á hin ýmsu svæði norðurheimskautsins. Sums staðar verður áfram mjög kalt og hafís til staðar en annars staðar hlýnar og hafís minnkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“