BBC skýrir frá þessu. við uppgröftin fundust tæplega 2.000 steinverkfæri sem benda til að fólk hafi notað hellinn í minnst 20.000 ár.
Áður hafði verið nokkuð góð sátt um að fyrsta fólkið hefði komið til Ameríku þegar Clovis-fólk fór frá Síberíu til Alaska þegar ísöld var fyrir um 11.500 árum. Á níunda áratugnum fundust vísbendingar um að Clovis-fólkið hefði ekki verið fyrst til að nema land í Ameríku því þá fundust sannanir fyrir að fólk hefði verið í Chile fyrir 14.500 árum.
Frá aldamótum hafa fundist margar sannanir fyrir að Clovis-fólkið hafi ekki verið fyrst til að nema land í Ameríku. Má þar nefna að í Buttermilk Creek í Texas fundust að minnsta kosti 15.500 ára gamlar mannvistarleifar.
En nýja uppgötvunin slær þessu öllu við. Tom Higham, hjá Oxfordháskóla, segir að svæðið sé einstakt, aldrei fyrr hafi nokkuð þessu líkt fundist. Hann hefur unnið að uppgreftri þar með mexíkóskum starfsbræðrum sínum.