QAnon samsæriskenningin, sem margir stuðningsmanna Donald Trump aðhyllast, gengur út á, án nokkurra trúverðugra sannana, að Bandaríkjunum hafi áratugum saman verið stýrt af samtökum sem er lýst sem alþjóðlegri elítu djöfladýrkenda. Í þessum samtökum eiga meðal annars að vera Hollywoodstjörnur og það sem QAnon kallar „djúpríkið“.
QAnon-áhangendur eru einnig sannfærðir um að leynilegt samsæri sé í gang sem beinist gegn Donald Trump. Þeir hafa óspart notað samfélagsmiðla til að ráðast gegn andstæðingum Trump.
„Við höfum gert það ljóst að við munum taka harkalega á því sem getur valdið tjóni í hinum raunverulega heimi. Í tengslum við það munum við í þessari viku halda áfram með aðgerðir gegn QAnon á miðlinum okkar.“
Segja talsmenn Twitter.
Auk þess að eyða og loka aðgöngum tengdum QAnon mun Twitter loka fyrir að hægt sé að deila vefsíðum sem tengjast hreyfingunni.