fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Þess vegna geta Bandaríkjamenn ekki tekist á við kórónuveirufaraldurinn saman

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. júlí 2020 05:45

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um fjórar milljónir Bandaríkjamanna hafa nú greinst með kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, tala látinna hækkar dag frá degi og daglega eru slegin met hvað varðar fjölda nýrra smita. En af hverju gengur þessu stóra og ríka landi svona illa að takast á við heimsfaraldurinn? Af hverju er svona erfitt fyrir þjóðina að sameinast um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu veirunnar?

Þetta eru örugglega spurningar sem sumir spyrja sig og eiga erfitt með að átta sig á af hverju ástandið er svona slæmt í landi þar sem heilbrigðiskerfið er almennt gott en þó er aðgengi fólks að því ansi misjafnt. Þjóðin er auðug og ætti að geta tekist á við faraldurinn eins og sumar aðrar þjóðir hafa gert með góðum árangri.

Eflaust eru skýringarnar á þessu margar og mismunandi en hér ætlum við að fjalla um nokkur atriði sem eiga hlut að máli. Þetta er ekki tæmandi upptalning en getur gefið ákveðna mynd af af hverju ástandið er eins og það er í Bandaríkjunum.

Lygar og samsæriskenningar

Hluta af skýringunni er að finna í því hversu margskipt þjóðin er og þess hversu margir Bandaríkjamenn trúa nánast í blindni á lygar og ótrúlegar samsæriskenningar.

„Það er ekki hægt að sameina þjóð þar sem helmingurinn er sannfærður um að hinn helmingurinn sé að reyna að drepa hann.“

Þetta sagði sjónvarpskonan Rachel Maddow í þætti sínum RMS á MSNBC. Þarna vísaði hún til hinna mörgu samsæriskenningar sem gegnsýra bandarískt samfélag. Samsæriskenningar sem eru sumar hverjar svo ótrúlegar að flestir utan Bandaríkjanna eiga erfitt með að trúa þeim.

Sumir láta blekkjast Einhverjir trúðu því að Pizzagate væri raunverulegt og þyrfti að rannsaka betur.

Má þar nefna samsæriskenningar um að til séu leynileg samtök, meðal annars undir forystu Hillary Clinton, sem starfrækja barnaníðshring á pizzustað í Washington. Þessi samsæriskenning (sem nefnist pizzagate) og fleiri álíka eru líklega runnar undan rifjum QAnon, sem eru samtök eða kannski frekar samsæriskenning, sem telja að Donald Trump sé eina von Bandaríkjanna og hann einn geti bjargað þjóðinni frá hinum illa barnaníðshring á pizzustaðnum. Ótrúlegar og fáránlegar samsæriskenningar sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. En samt sem áður trúa 20 prósent kjósenda Repúblikanaflokksins á samsæriskenningar af þessu tagi að sögn the Washington Post.

Samsæriskenningar hafa fylgt Bandaríkjamönnum jafn lengi og þjóðin hefur verið til. Af þessum sökum trúa margir því enn þann dag í dag að menn hafi aldrei stigið fæti á tunglið, að allt hafi þetta verið sviðsett og að bandarísk stjórnvöld hafi sjálf staðið á bak við hryðjuverkaárásirnar í september 2001.

Trúa ekki á vísindi

Margir treysta ekki vísindum og vísindamönnum og 40 prósent fullorðinna Bandaríkjamanna trúa að guð hafi skapað jörðina og alheiminn fyrir um 6.000 og 10.000 árum. Fyrir nokkrum árum grasseruðu samsæriskenningar aðallega á Internetinu og bak við luktar dyr en nú hafa sumar af brjálæðislegustu samsæriskenningunum náð upp á yfirborðið og eru farnar að setja mark sitt á stjórnmál, ná alla leið inn á Bandaríkjaþing.

Má þar nefna að 11 frambjóðendur Repúblikana til þings hafa opinberlega sagt að þeir trúi á QAnon en margir líta á samtökin sem hryðjuverkasamtök. Einn þessara frambjóðenda er Marjorie Taylor Greene, 45 ára frá Georgíuríki, sem hefur birt kosningamyndir af sér með hálfsjálfvirka byssu af gerðinni AR15 og aðrar með skilaboðum sem er beint til vinstrisinnaðra „vandræðagemsa“:

„Haldið ykkur frá Georgíu.“

Umrædd auglýsing. Skjáskot/YouTube

„Staðreyndir og vísindi hafa sífellt minna vægi í bandarískjum stjórnmálum. Það er meðal annars þess vegna sem við berjumst vonlausri baráttu við COVID-19.“

Sagði Michael Steele, fyrrum leiðtogi Repúblikana, í samtali við New York Times.

Samsæriskenningar hamla baráttunni

Meðal þeirra samsæriskenninga sem hamla baráttunni gegn kórónuveirunni eru:

Andlitsgrímur: Samsæriskenningin gengur út á að grímurnar séu hættulegri en veiran sjálf. Ef fólk noti grímur „endurandi“ það skítugum sameindum að sér. En ekki nóg með það því litli málmvírinn, sem þrýstir að nefbroddinum, er að sögn loftnet sem dregur að sér geisla frá 5G kerfinu. Þessir geislar gera andstæðingum ríkisins kleift að rekja ferðir fólks og smita það af COVID-19.

Bóluefni: Samsæriskenningin gengur út á að fyrir tilstilli Bill Gates muni örflögur verða í bóluefni gegn kórónuveirunni sem gerir samtökunum „The Deep State“ kleift að fylgjast með fólki og jafnvel drepa það.

G5: Samsæriskenningin gengur út á að 5G-sendar, sem senda fimmtu kynslóð Internetmerkja út, séu í raun og veru „smitturnar“ sem smita fólk af COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað