Austurríki var fyrsta Evrópulandið til að skylda fólk til að nota grímur, sem ná yfir nef og munn, til að koma í veg fyrir smit. Það var gert í byrjun apríl. Um miðjan júní var staðan varðandi smit í landinu orðin það góð að fallið var frá þessari kröfu en nú hefur hún tekið gildi á nýjan leik.
Sebastian Kurz, kanslari, sagði á fréttamannafundi á þriðjudaginn að þetta væri gert til að vernda eldra fólk og „vekja athygli“ á því að enn stafi hætta af heimsfaraldri kórónuveirunnar.
Sumir sérfræðingar eru þó ekki sannfærðir um að þetta sé rétta leiðin. Þeir benda á að smitin, sem hafa komið upp að undanförnu, hafi til dæmis komið upp í kirkjum og sláturhúsum en ekki í matvöruverslunum.
Auk þess að skylda fólk til að nota andlitsgrímur verður eftirlitið hert á landamærum landsins að Albanínu, Bosníu, Kósovó, Svartfjallaland, Serbíu og Norður-Makedóníu. Mörg þeirra smita, sem hafa greinst í Austurríki, eru rakin til fólks sem kom frá þessum löndum.
Nú verður fólk, sem kemur frá þessum löndum, að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku hjá viðurkenndri rannsóknarstofu. Einnig munu Austurríkismenn herða eftirlitið með fólki frá þessum löndum og setja hugsanlega smitaða í sóttkví.