fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Afgönsk unglingsstúlka drap tvo Talibana í hefndarskyni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. júlí 2020 07:00

Qamar Gul.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afganska unglingsstúlkan Qamar Gul drap nýlega tvo liðsmenn Talibana í hefndarskyni eftir að þeir drápu foreldra hennar. Þeim var gefið að sök að styðja afgönsku ríkisstjórnina. Auk þeirra tveggja sem Gul drap særði hún nokkra til viðbótar.

BBC skýrir frá þessu og hefur eftir embættismanni í Ghor héraði. Fram kemur að þetta hafi gerst í síðustu viku þegar liðsmenn Talibana réðust inn á heimili fjölskyldu Gul í bænum Griwa í Ghor-héraðinu í miðhluta Afganistan.

Þeir voru að leita að föður hennar til að hafa hann á brott með sér þar sem hann studdi ríkisstjórn landsins en ekki Talibana. Þegar eiginkona hans reyndi að koma í veg fyrir að eiginmaður hennar væri færður á brott drápu Talibanar hjónin fyrir utan húsið.

Qamar Gul, sem var inni, tók þá AK-47 sem fjölskyldan átti og skaut tvo Talibana til bana og særði nokkra til viðbótar að sögn Habiburahman Malekzada lögreglumanns í bænum.

Qamar Gul er sögð vera 14 til 16 ára en embættismenn eru ekki sammála um aldur hennar en í landinu er algengt að fólk viti ekki nákvæmlega hvað það er gamalt.

Í kjölfar þess að Qamar drap Talibanana gerðu aðrir liðsmenn samtakanna árás á hús fjölskyldunnar en voru hraktir á brott af nokkrum bæjarbúum og stjórnarhermönnum.

Qamar Gul og yngri bróðir hennar hafa nú verið flutt á öruggari stað af stjórnarhernum að sögn Mohamed Ared Aber héraðsstjóra.

Margir hafa hrósað Qamar Gul fyrir hetjuskap og ljósmynd af henni hefur farið víða á netinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“