fbpx
Fimmtudagur 10.apríl 2025
Pressan

Telja sjúkling 206 hafa smitað 1.300 manns af COVID-19

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. júlí 2020 05:40

Heilbrigðisstarfsfólk að störfum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld á Sri Lanka telja að rekja megi um helming allra staðfesta tilfella COVID-19 í landinu til eins og sama mannsins. Hann hefur verið nefndur sjúklingur 206. En hann er ósáttur við þetta og hefur nú stigið fram undir nafni til að reyna að hreinsa nafn sitt af þessum ásökunum.

Maðurinn heitir Prada Dinesh og er 33 ára fyrrum fíkniefnaneytandi.

„Ég sætti mig ekki við ásakanir um að ég hafi smitað svona marga.“

Sagði hann við fréttamenn.

Yfirvöld segja að hann hafi verið handtekinn í apríl í tengslum við rannsókn á innbroti. Þegar á lögreglustöðina var komið sáu lögreglumenn að hann var með hita og áverka á fæti. Þeir fluttu hann því á sjúkrahús þar sem hann greindist með COVID-19.

Í kjölfarið áttu allir þeir sem höfðu verið nærri honum að fara í sóttkví en margir íbúar í bænum, þar sem hann bjó, voru ekki á þeim buxunum. Þeir létu sig hverfa þegar herinn reyndi að neyða þá í sóttkví. Þetta fólk smitaði síðan út frá sér.

Prada Dinesh er nú þekktur um allt land sem „ofursmitari“ því fjölmiðlar hafa fjallað mikið um mál hans. Áður en faraldurinn brast á starfaði hann sem leigubílstjóri en nú er hann atvinnulaus.

„Enginn vill ráða mig þegar þeir átta sig á að ég er sjúklingur 206.“

Sagði hann og telur að hann hafi verið gerður að blóraböggli af því að hann er fyrrum fíkniefnaneytandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elín Metta komin heim
Pressan
Í gær

Margir þekktir á meðal þeirra sem létust í harmleiknum

Margir þekktir á meðal þeirra sem létust í harmleiknum
Pressan
Í gær

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnaður í Bretlandi: 14 ára piltur og 12 ára stúlka sakfelld fyrir manndráp

Óhugnaður í Bretlandi: 14 ára piltur og 12 ára stúlka sakfelld fyrir manndráp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kostuleg viðbrögð blaðamanns við réttlætingum embættismanna á tollastefnunni vekja athygli

Kostuleg viðbrögð blaðamanns við réttlætingum embættismanna á tollastefnunni vekja athygli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump sagður ætla að halda upp á afmælisdaginn með stærðarinnar sýningu

Trump sagður ætla að halda upp á afmælisdaginn með stærðarinnar sýningu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Veiran sjaldgæfa sem dró eiginkonu Gene Hackman drepur þrjá til viðbótar

Veiran sjaldgæfa sem dró eiginkonu Gene Hackman drepur þrjá til viðbótar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á þessum tveimur aldursskeiðum eldist líkaminn mjög hratt

Á þessum tveimur aldursskeiðum eldist líkaminn mjög hratt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona er hægt að halda gulrótum ferskum mánuðum saman

Svona er hægt að halda gulrótum ferskum mánuðum saman