Maðurinn heitir Prada Dinesh og er 33 ára fyrrum fíkniefnaneytandi.
„Ég sætti mig ekki við ásakanir um að ég hafi smitað svona marga.“
Sagði hann við fréttamenn.
Yfirvöld segja að hann hafi verið handtekinn í apríl í tengslum við rannsókn á innbroti. Þegar á lögreglustöðina var komið sáu lögreglumenn að hann var með hita og áverka á fæti. Þeir fluttu hann því á sjúkrahús þar sem hann greindist með COVID-19.
Í kjölfarið áttu allir þeir sem höfðu verið nærri honum að fara í sóttkví en margir íbúar í bænum, þar sem hann bjó, voru ekki á þeim buxunum. Þeir létu sig hverfa þegar herinn reyndi að neyða þá í sóttkví. Þetta fólk smitaði síðan út frá sér.
Prada Dinesh er nú þekktur um allt land sem „ofursmitari“ því fjölmiðlar hafa fjallað mikið um mál hans. Áður en faraldurinn brast á starfaði hann sem leigubílstjóri en nú er hann atvinnulaus.
„Enginn vill ráða mig þegar þeir átta sig á að ég er sjúklingur 206.“
Sagði hann og telur að hann hafi verið gerður að blóraböggli af því að hann er fyrrum fíkniefnaneytandi.