fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Fara nýjar leiðir til að laða ferðamenn til sín – Borga þeim sem smitast af COVID-19

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. júlí 2020 05:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamannaiðnaðurinn á í vök að verjast víða um heim og er hart barist um þá sem kjósa að leggja land undir fót og heimsækja önnur lönd. Þetta hefur leitt til nýrra aðferða til að lokka ferðamenn til ákveðinna landa.

Á Kýpur hafa yfirvöld til dæmis ákveðið að greiða fyrir uppihald ferðamanna ef þeir smitast af kórónuveirunni í fríinu sínu á eyjunni. CNN skýrir frá þessu. Munu ferðamenn sjálfir þurfa að standa straum af kostnaði við að komast út á flugvöll og heim en uppihaldið á eyjunni er ókeypis.

Í Úsbekistan hefur verið gripið til svipaðra ráða en þar er þó reiðufé í boði ef fólk greinist með kórónuveiruna þegar það heimsækir landið. Yfirvöld munu greiða þeim óheppnu sem nemur allt að 440.000 íslenskum krónum í bætur.

Í Genf er reynt að lokka ferðamenn til borgarinnar með því að bjóða upp á svokallaðan „Genfarpakka“ en með honum geta ferðamenn fengið mikinn afslátt af einkasiglingu með gistingu og útsýni til Mont Blanc eða einkakennslu hjá Michelin-kokki.

Í Danmörku gripu yfirvöld til þess ráðst að niðurgreiða aðgangseyri á söfn og dýragarða í sumarfríinu auk þess sem ókeypis er að sigla með ferjum, sem halda uppi áætlunarferðum til eyja landsins, í sumarfríinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga