fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Veðurfræðingar trúðu ekki eigin augum þegar þeir sáu ratsjármyndina

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. júlí 2020 05:45

Hér var um stórt „ský“ að ræða. Mynd:Breska veðurstofan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskir veðurfræðingar ráku upp stór augu síðdegis á föstudaginn þegar þeir sáu meðfylgjandi ratsjármynd af suðausturhluta landsins. Svo var að sjá að ský væru yfir Lundúnum, Kent og Sussex en engin rigning var á þessum slóðum og ekki hafði verið gert ráð fyrir skýjuðu veðri.

„Það rignir ekki í Lundúnum, Kent eða Sussex en ratsjáin okkar sýnir allt annað.“

Skrifaði veðurstofan á Twitter.

Samkvæmt frétt ITV News þá var þetta dularfulla ský um 80 km á breidd og mörg minni „ský“ fylgdu því. En hér var ekki um venjulegt ský að ræða. Athugun veðurfræðinga leiddi í ljós að hér var um gríðarlega stóran sveim flugmaura að ræða. Þeir taka sig stundum á loft í stórum hópum þegar er heitt, rakt og lítill sem enginn vindur.

Flugmaurar eru ekki ein sérstök maurategund heldur karldýr og ungar drottningar sem fæðast með vængi en það gera vinnumaurar ekki. Á pörunartímanum sameinast þeir oft í stóra hópa. Maurarnir makast á flugi og skömmu eftir mökin drepst karldýrið en frjóvguð drottningin missir vængina og hefst handa við að koma nýrri mauraþúfu á laggirnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti