fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Pressan

Morð á barni skekur Kansas

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. júlí 2020 18:30

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmri viku fannst lík þriggja ára stúlku, Olivia, í skóglendi í Kansas. Faðir hennar hafði tilkynnt um hvarf hennar að morgni dags og hófst þá leit. Hann sagðist síðast hafa séð hana um klukkan 23 að kvöldi fimmtudags en þegar hann vaknaði á föstudeginum voru útidyr opnar og Olivia horfin að hans sögn.

The New York Post skýrir frá þessu. Síðdegis á föstudeginum fannst Oliva látin í skóglendi nærri heimili föður hennar. Hann var handtekinn skömmu síðar, grunaður um að hafa myrt hana.

Samkvæmt frétt KMBC þá höfðu afi og amma Oliva margoft leitað til barnaverndarnefndar vegna ástandsins sem Olivia bjó við. Þau segja að faðir hennar hafi meðal annars pyntað hana.

Unnusta föðursins hefur einnig verið handtekin en hún er grunuð um að hafa stefnt lífi Olivia í hættu.

The Kansas City Star hefur eftir ömmu Olivia að hún gleðjist yfir að faðirinn verði ákærður fyrir morð af yfirlögðu ráði og telji einnig rétt að refsa unnustu hans fyrir það sem litla stúlkan þurfti að ganga í gegnum.

Fjöldi fólks safnaðist saman við dómhúsið þegar krafa lögreglunnar um gæsluvarðhald yfir parinu var tekin fyrir. Fólkið krafðist þess að réttlætið næði fram að ganga fyrir hönd Olivia.

Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í skóginn, þar sem lík Olivia fannst, og lagt blóm og bangsa á staðinn til að minnsta hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svörtu kassarnir hættu að taka upp 4 mínútum fyrir brotlendingu flugvélar í Suður-Kóreu

Svörtu kassarnir hættu að taka upp 4 mínútum fyrir brotlendingu flugvélar í Suður-Kóreu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“