CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að faðirinn hafi brugðist snarlega við og stokkið út í á eftir syni sínum. Það virðist hafa hrætt hákarlinn mikið því hann synti á brott. Föðurnum tókst síðan að koma syni sínum og sjálfum sér upp í bátinn á nýjan leik.
Hann sigldi síðan beint í land þar sem drengnum var komið undir læknishendur. Hann er ekki í lífshættu en er með áverka á efri hluta líkamans, handlegg og á höfði.
Þetta er fjórða árás hákarla á fólk í Ástralíu í júlí.