Hann sagði að ekki væri víst að bóluefni gegn veirunni verði tilbúið á þessu ári. Hann varaði einnig ríki Bandaríkjanna við að slaka of mikið á þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna faraldursins því smitum fari nú fjölgandi.
Í síðustu viku var dapurt met slegið í Bandaríkjunum þegar 40.000 smit greindust á einum degi. Fauci sagðist hafa miklar áhyggjur af þessum tölum.
„Við erum greinilega ekki með stjórn á þessu núna. Við erum á leið í ranga átt.“
Sagði hann og bætti við að hann yrði ekki hissa ef staðfest smit fari yfir 100.000 á dag.
„Þetta verður mjög slæmt. Ég get ábyrgst það.“