NK News skýrir frá þessu en miðillinn flytur eingöngu fréttir af málefnum Norður-Kóreu.
Kono benti á þrjú atriði sem veki athygli. Í fyrsta lagi leiki grunur á að heimsfaraldur kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, hafi náð til landsins og breiðst út. Þarlend stjórnvöld þvertaka fyrir þetta og segja engin smit í landinu. Kono sagði að Kim Jong-un, einræðisherra, reyni af fremsta megni að forðast smit og sýni sig því lítið opinberlega. Í öðru lagi leiki grunur á að heilsufar leiðtogans sé ekki upp á marga fiska. Í þriðja lagi þá sé vitað að uppskerubrestur hafi orðið í Norður-Kóreu á síðasta ári og því sé dapurt efnahagslíf landsins enn verr á sig komið en áður.
Kono vildi ekki skýra nánar hvað hann ætti við um heilsufar einræðisherrans.